Hvort er mikilvægara mitt líf eða þitt?

Ég er landsbyggðarkona, uppalin úti á landsbyggðinni en bý í Reykjavík. Í öruggu umhverfi hvað varðar aðgengi að sjúkrahúsi sem  búið er fullkomnustu tækni sem þetta land á. Nú er ég föst úti á landi vegna slæmra veðurskilyrða, kemst ekki suður hvorki landleið né í flugi. Bíddu nú við svona dagar eru ekki oft á ári en fólkið hér úti á landsbyggðinni á von á því ef það veikist skyndilega og þarf að komast undir læknishendur sem fyrst þar sem nýta þarf alla tækni sem landið hefur völ á að komast ekki!! Halló!! Hvað er í gangi á þessu landi? Þið lokið ekki neyðarbrautinni fyrir veikum sjúklingum fyrr en annar valkostur jafngóður eða betri er kominn í staðinn! Það mætti halda að líf fólks á landsbyggðinni skipti ekki eins miklu máli. Alla vegana jöfnum möguleika allra að komast eins fljótt undir læknishendur og kostur er. Nú þarf neyðarbrautin að vera opin þangað til annað betra kemur í staðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sveinbjörg Björnsdóttir
Sveinbjörg Björnsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband