Atgervisflótti frá landinu

Það er augljóst að við erum að upplifa atgervisflótta frá landinu. Duglegt ungt fólk sem vill betri aðstæður í lífinu er á förum! Því miður. Þar vega atvinnumöguleikarnir þyngst.  Þess vegna er mjög mikilvægt að huga vel að framtíðaraðstæðum fyrir unga fólkið þar sem atvinna skiptir höfuðmáli. Við lifum í samkeppni við önnur lönd um hvar er best að búa og ala upp börn. Ungt fólk ber saman þessa pakka s.s. atvinnumöguleika, skóla o.s.frv.  Það er nauðsynlegt að gera upp fortíðina en það má ekki allur kraftur fara í það. Það er nefnilega ennþá mikilvægara að byggja upp framtíðina. Hvernig framtíð viljum við bjóða hér upp á fyrir næstu kynslóðir?

 

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sveinbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sveinbjörg Björnsdóttir
Sveinbjörg Björnsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband