Færsluflokkur: Menntun og skóli
Þessi orð hafa ekki farið úr huga mér síðan ég heyrði þau. Reynslumikill kennari lét þau falla í samræðum okkar. Hvers vegna látum við svona gerast í okkar samfélagi? Af hverju hjálpum við ekki öllum sem standa illa að vígi í skólakerfinu? Að spara í slíka aðstoð er hneisa. Við eigum að treysta skólastjórnendum til að gera áætlanir varðandi þær peningaupphæðir sem þarf til að aðstoða þau börn sem þurfa á aðstoð að halda. Við getum vel gert það og skorið annað niður. Pössum sérstaklega upp á öll börn sem þurfa aðstoð og gætum þess að sú aðstoð sé uppbyggileg og fagleg. Kannski að við ættum að fá Kára til að safna fyrir þessu?
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2014 | 14:55
Allir út! Er verið að brenna einhvers staðar?
Við gætum haldið að svo væri. En þetta er víst raunveruleikinn í grunnskólanum í dag. Var að ræða við kennaranema sem var í vettvangsnámi í vetur. Kennarinn notaði þetta ráð þegar nemandi með mótþróaþrjóskuröskun tók eitt kastið. Sendi alla nemendur út á gang á meðan nemandinn henti borðum og fékk sína útrás. Hvernig væri að hætta að tala um lélega kennara og fara að líta á þær aðstæður sem kennurum er boðið upp á þegar þeir ljúka sínu námi. Í annan eins kálfskjaft hef ég aldrei komið á ævi minni. Setjum allt upp á borðið þegar menntamálaráðherra heimsækir landið og kynnir sínar tillögur. Skóli án aðgreiningar var settur á með pennastriki án þess að til þess kæmu peningar í aðstoð við erfið tilfelli. Þetta hefur ekki breyst enn og launahækkanir laga ekki þennan innbyrðis vanda sem þarna er við að glíma. Koma svo, hlustum á þá sem vinna á gólfinu!
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2013 | 22:13
Gildi verkgreina
Gildi verkgreina
Stöðugt er dregið úr verkgreinakennslu sem í raun þyrfti að auka. Við þurfum verkkunnáttu við allt sem við framkvæmum. Við getum farið alla leið til Rousseau (1712-1778) sem var hvatamaður fyrir alhliða menntun. Í bók hans Emile leggur hann á það áherslu að mikilvægt sé að kunna að bjarga sér við þær aðstæður sem upp koma hverju sinni. Hann varaði við einhæfri menntun og bendir á að maður með margvíslega færni gefst síður upp þótt hann missi vinnuna. Sá hinn sami heldur áfram og byrjar á nýju verkefni. Í viðtali við Morgunblaðið 16. október, 2003 sem ber heitið ,,Nauðsynlegt er að leggja einnig rækt við verknám bendir Þórir Þorvarðarson á að einstaklingarnir séu eins ólíkir og þeir eru margir. Því hljóti að vera umhugsunarefni fyrir skólana hvort verið sé að steypa nemendur í sama mót þar sem straumurinn virðist stefna í sömu átt s.s. viðskiptatengda menntun og afleiðingarnar atvinnuleysi vel menntaðs fólk. Í rannsókn sem ég gerði við BA ritgerð mína árið 2005 í KHÍ talaði ég við verkgreinakennara og fólk í atvinnulífinu. Allir voru á einu máli um að efla þyrfti verknám. Ástæðurnar eru margvíslegar. Þau rök sem skipta mestu máli eru að þjóðfélagið byggir á verklegum athöfnum og hæfu starfsfólki. Við megum ekki glata dugnaði, framtakssemi og þróunarvinnu. Það er mikið umhugsunarefni að á tímum atvinnuleysis þá vanti t.d. nemendur í matreiðslunám og að nemendur vilji ekki nám sem tengist t.d. sjávarútvegi.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2013 | 20:42
,,Ása ´´ - fórnarlömb hrunsins þurfa mikla aðstoð umhverfis
,,Ása´´
Ása er í 5. bekk. Hún hefur lent í alvarlegu einelti. Ása er kappsöm í námi og skarar fram úr jafnöldrum sínum varðandi námgetu. Hún þarf að hafa nóg af verkefnum því annars leiðist henni. Pabbi Ásu missti vinnuna í kjölfar bankahrunsins. Einbýlishúsið fór á uppboð, skilnaður foreldranna og fátækt er staðreynd.
Þarna eru breytingarnar gífurlegar hjá Ásu. Hún höndlar þær ekki og vanlíðanin er mikil. Ása er nemandi í 25 nemanda bekk. Kennari verður að vera hennar stoð og stytta. Henni líður svo illa að vanlíðan hennar bitnar á hinum nemendunum í orðum og gjörðum þar sem upplifir algjöra breytingu á öllu hennar umhverfi. Hún fylgist með foreldrum sínum þegar þeir hringja í ættingja til að fá lánaða peninga til þess að geta keypt mat. Hún er búin miklum hæfileikum en þarf nauðsynlega á sálfræðiaðstoð að halda vegna breytinganna á persónulegum högum sínum og eineltisins sem hún lenti í. Hún þyrfti einstaklingsnámsáætlun vegna mikillar greindar þannig að hæfileikar hennar fái notið sín og henni leiðist ekki. Hún er mikilli þörf fyrir athygli og umhyggju af hálfu starfsfólks skólans. Það eru margar Ásur í skólakerfinu í dag. Börn sem eru fórnarlömb hrunsins. Þessi börn þurfa meiri tíma starfsfólks og hjálp sérfræðinga. Hvernig dettur mönnum þá í hug að fjölga ennþá meira í bekkjum? Þvílíkt þekkingarleysi á aðstæðum í skólunum!
19.10.2013 | 20:28
Fjöldaframleiðsla - Gæti það verið?
Gæði uppeldis
Fjöldaframleiddar vörur eru allar eins en skraddarasaumaðar vörur eru yfirleitt ólíkar. Þær eru dýrari og taka meiri tíma í framleiðslu. Þær hafa meiri gæði og nýtast lengur. Þessa mynd má heimfæra upp á uppeldið. Við þurfum að eyða meiri tíma og vinnu í uppeldið hér á landi ef við viljum auka gæði þess. Englendingar segja það þurfi heilt þorp að ala fólk upp. Sommerset Maugham skrifaði í bók sinni The Razors´s Edge :
Karlar og konur eru ekki aðeins þau sjálf, þau eru hverfið sem þau voru alin upp í, borgin sem þau stigu sín fyrstu skref í, leikirnir sem þau léku, maturinn sem þau borðuðu, skólarnir sem þau sóttu, íþróttirnar sem þau stunduðu, bækurnar sem þau lásu og sá Guð sem þau trúðu á.
Uppeldishlutverk okkar og það umhverfi sem við bjóðum upp á, skiptir sköpum um hvernig okkur tekst til gagnvart börnum okkar. Öll viljum við að börnin okkar verði gæfusöm og að þau geti nýtt hæfileika sína til fullnustu. Fái það umhverfi sem til þarf til þess að það geti orðið. Það er algjörlega nauðsynlegt að fara ofan í kjöl þessara mála í heild sinni hér á landi og þar megum við engan tíma missa. Ég er sannfærð um að fara þarf í miklar breytingar í málefnum barna og unglinga sem lúta að því að efla gæði náms, uppeldis, stuðnings við fjölskyldur og alls aðbúnaðar hvað varðar börn og unglinga á Íslandi.
21.7.2013 | 16:41
Breytingar á umhverfi barna kalla á aðgerðir
Þjóðfélagslegar breytingar hafa verið gífurlegar síðustu ár
Miklar breytingar hafa átt sér stað hér á landi í umhverfi barna og unglinga síðustu áratugi. Áður fyrr var í boði mikil vinna fyrir unglinga þannig að verklegt nám, dugnaður, skyldurækni, virðing o.s.frv. lærðist oftar en ekki í umhverfinu. Börn og unglingar nutu í meira mæli samvista við eldri kynslóðir sem leiddi af sér fræðslu og leiðbeiningar. Þannig var menningu miðlað milli kynslóða. Þjóðfélagið hefur gjörbreyst síðustu áratugi. Skorið hefur verið á milli stönguls og rótar í samskiptum milli hinna eldri og yngri. Menning flyst þar af leiðandi ekki milli kynslóðanna lengur eins og áður. Hólfaskipting samfélagsins er hluti skýringarinnar þar sem við höfum hina elstu á elliheimilum og hina yngstu á leikskólum. Öll sú viska og þekking sem eldri kynslóðin býr yfir fer forgörðum. Dugnaður, tillitsemi, kurteisi, vandvirkni o.fl. sem lærðist í samskiptum við hina eldri og krefst tíma nýtur ekki lengur við. Fræðslan er á færri herðum og minni tími til fyrir hvern og einn. Börn og unglingar eyða nú mörgum tímum á dag fyrir framan tölvuskjái og stöðug mötun á sér stað. Samskipti margra barna fara í raun mest megnis fram í gegnum tölvu. Of mikil innivera er staðreynd og þar með er hreyfingarleysið farið að taka sinn toll af heilsu barna sem t.d. má merkja með aukningu í offitu barna. Þessar breytingar stuðla m.a. að því að börn hafa ekki þann grunn sem þau þurfa til þess að takast á við lífið. Umhverfi barna þarf að breyta!
Menntun og skóli | Breytt 22.7.2013 kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2010 | 14:07
Vítamín - Uppeldi
Menntun og skóli | Breytt 6.6.2011 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sveinbjörg Björnsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar