Færsluflokkur: Trúmál
2.4.2015 | 23:34
Rokkmessa - Ný vonarstjarna breytinga innan kirkjunnar til að ná til yngri kynslóða
Sl. sunnudagskvöld óx von mín á eflingu trúarinnar og útbreiðslu hennar á landinu okkar. Ég mætti í rokkmessu Ástjarnarkirkju sem haldin var í Víðistaðakirkju. Ég er mjög íhaldssöm í trúnni hef mætt á samkomur og lækkað meðalaldurinn þar í mörg ár. En ég hef haft áhyggjur af þróuninni innan kirkjunnar og trúarsamfélagsins míns. Ég tel að gamla formið á messunni nái ekki til yngri kynslóðarinnar. Er reyndar ekki ein um það. Faðir minn Björn G. Jónsson bóndi sem var sóknarnefndarformaður Húsavíkurkirkju í mörg ár lýsti áhyggjum sínum á þessu á prenti fyrir u.þ.b. 18 árum. Læt hann hafa orðið þegar hann tók að sér að vera meðhjálpari með prest nýkominn eftir sérmenntun einn sunnudag: .. ...ég bjóst við mörgum í kirkju og bjó mig í mín bestu spariföt og ætlaði að taka á móti langþráðum sóknarbörnum en þau létu á sér standa... um síðir komu tvær konur. Ég hljóp til og hjálpaði þeim. Þær ætluðu varla að komast upp tröppurnar sakir hrörleika. Kirkjugestirnir urðu ekki fleiri. Þetta var og er alvarleg staða víða hjá kirkjunni. Von kviknaði í brjósti mínu um síðustu helgi. Fjölskyldan mín mætti öll í Víðistaðakirkju í rokkmessu Ástjarnarkirkju. Það hafði ekki gerst lengi. Fólk hópaðist í kirkju og vantaði á endanum stóla til að mæta þörfinni. Ungir og aldnir saman. Við nutum kvöldsins öll, hlustuðum á yndislegan texta, með sterkum trúarboðskap. Falleg lög frægra hljómsveita voru notuð til að koma þessum textum til okkar. Unga fólkið hlustaði. Þakklæti altók huga minn. Þakklæti fyrir að eiga svo frábæra presta og hljómlistarmenn sem taka svona verkefni alvarlega og koma vönduðum tónlistaratriðum með sterkum trúarboðskap út til yngri kynslóðarinnar og auðvitað okkar allra.
Guð blessi starf ykkar áfram með kæru þakklæti fyrir mig og fjölskyldu mína.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sveinbjörg Björnsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar