Vítamín - Uppeldi

Það er ljóst að samsetning vítamína fyrir líkamann þarf að vera í réttum hlutföllum. Ef við tökum of mikið af einstökum efnum eða fáum of lítið af þeim getur það leitt til ýmissa kvilla.  Eins er farið með þá þætti sem móta börn okkar í uppeldi. Ofuráhersla á ýmsa þætti getur leitt til að þau fá ekki nóg af annarri færni. Færnin þarf að vera góð blanda. T.d. blanda af bóklegu námi, verklegri þjálfun, læra skyldur, gildi, jafnrétti og o.s.frv.  Það bráðvantar að efla færni eins og: Verklegt nám, nám í siðfræði og kurteisi, í þjóðfélagslegum skyldum o.s.frv. Mikil vinna var áður fyrir unglinga og þetta lærðist í umhverfinu. Þjóðfélagið hefur gjörbreyst í tæknivæðingunni en þarna þarf á þjóðfélagslegri byltingu að halda. Allir þurfa að koma að þessu. Skapa þarf umhverfi fyrir börn þar sem þau læra þessi gömlu góðu gildi. Dugnað, tillit til annarra, vandvirkni o.s.frv. Breið færni hlýtur að vera það vítamín sem Ísland þarf á að halda núna. Börnin okkar eiga rétt á að vera undirbúin undir lífið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sveinbjörg Björnsdóttir
Sveinbjörg Björnsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband