,,Gunnar´´ - Úr lífi drengs í Reykjavík

 

,,Gunnar´´

Gunnar gengur í einn af grunnskólum borgarinnar.  Foreldrar hans eru í fullri vinnu,  fara heim eftir vinnudaginn og þá taka við heimilisstörf.  Gunnar  hefur aldrei verið mikill námsmaður og leiðist skólinn.  Foreldrar hans ákváðu að flytja úr hverfinu því að þau vildu búa í raðhúsi.  Gunnari leyst ekkert á það.  Hann var hræddur við að tapa félögum sínum. 

Gunnar fann sig ekki á nýjum stað.  Hann var og er mikið í tölvunni.  Hann hefur litla ábyrgðarkennd. Það sama á við um félaga hans.  Hann reykir og því miður prófar hann annað og sterkara.

Aðstæður Gunnars eru mjög venjulegar.  Þær eru dæmi um aðstæður venjulegra reykvískra drengja sem eru ekki í íþróttum.  Gunnar býr með foreldrum og systur sem bæði eru útivinnandi og líta út fyrir að vera ábyrgir foreldrar.  Gunnar neyddist einungis til að breyta um búsetu sem hann þolir ekki. Nýja lífið á nýja staðnum verður erfiðara og afdrifaríkara fyrir Gunnar en menn gerðu sér grein fyrir áður en farið var af stað.  Gunnar býr ekki við stuðning t.d. ömmu og afa  nálægt sér.  Hann missti gömlu vini sína við það að flytja í nýja hverfið. Gunnar venst því að vera einn, sjá um sig sjálfur meðan foreldrarnir eru í vinnu, er í tölvunni eða hangir með nýju félögunum.  Skólinn nær ekki til hans. Hann situr í tímum, er ekki þátttakandi í kennslustundum og sér engan tilgang með því að læra. Gunnar er núna tvítugur áttavilltur ungur maður og það sem verra er hann er ekki tilbúinn til að sjá fyrir sér hvað þá fjölskyldu.

Við sjáum af þessu dæmi að skólinn getur ekki einn og sér bjargað þessum nemanda en hann getur breytt skipulagi kennslunnar og gert hana áhugaverðari.   Það hefði t.d. verið nauðsynlegt að efla áhuga Gunnars á skólanum.  Gunnar hefði þurft (sbr. rannsóknir á námsumhverfi stráka í skóla) meiri hreyfingu og rauntengd verkefni sem eru ekki voru til staðar í hans námi.  Hann hefði þurft að gera sér grein fyrir tilgangi námsins.  Gunnar hefur fengið vitneskjuna í brotum og á erfitt með að tengja þau og sér því ekki samhengið.  Þarna er einnig mjög mikilvægt að skoða uppbyggingu hverfa að þau séu þannig byggð upp að fjölbreytni ríki hvað varðar tilboð til barna og unglinga. Eru t.d.möguleikar á að æfa sig á bretti í hverfinu? Hvað með skátastarf? Er vinna í boði fyrir unglinga?  Svo er einnig mjög mikilvægt að velta fyrir sér kostnaði því að mörg börn eiga mjög líklega erfitt með að greiða þátttökugjöld sökum fjárhagsvanda heima fyrir. Þessir þættir eru mikilvægir í komandi sveitastjórnarkosningum. Hlúum að þessum málum. Pössum upp á hvern einasta ungling. Allir eiga rétt á að njóta sín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt rannsóknum gerir það mikið meira fyrir börn að vera í tónlist en íþróttum. Til að mynda eru bein tengsl milli árangurs í stærðfræði og raungreinum og klassísk tónlistariðkun. Sem er ekki skrýtið ef þú lest kenningar Max Weber, þar sem klassísk tónlist er byggð á svipuðum grunni og vestræn vísindi. Alhæfingar um þá sem eru "ekki í íþróttum" eru því út í hött. Ýmis önnur áhugamál en íþróttir og tónlist gera börnum líka mikið gagn. Einungis mjög fá börn eru "góðir námsmenn" á einhvern sjálfssprottinn, eðlislægan hátt. Jafnvel þegar um er að ræða allra greindustu börnin, er námsárangur frekar eitthvað sem hefur með hvatningu foreldra, eða bara viðhorf og væntingar, og félagslegt umhverfi og aðstæður að gera, heldur en "gáfur". En greind og námshæfni eru heldur ekki eins beintengd og margir ætla, og margt vinnur margt það fólk sem hefur heimsins hæstu greindarvísitölu og er í ofurgreindrafélaginu við störf eins og að keyra strætó og fittar ekki vel inn í samfélagið. Þeir sem ljúka fyrstu gráðu í háskólanámi eru almennt bara ofurlítið yfir meðalgreind á heimsvísu, eða 10-20 stig, sem telst ekki merkilegt, né í frásögu færandi. Samkvæmt öllum rannsóknum er meðalgreind Íslendinga er þó nokkrum stigum lægri en meðalgreind Pólverja, samt standa Pólverjar illa að vígi í skólanámi hér. Þetta eitt og sér segir allt sem segja þarf um að félagslegar aðstæður og viðhorf er það sem ræður för.

Inga (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sveinbjörg Björnsdóttir
Sveinbjörg Björnsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband