,,Ása ´´ - fórnarlömb hrunsins þurfa mikla aðstoð umhverfis

,,Ása´´

Ása er í 5. bekk.  Hún hefur lent í alvarlegu einelti.  Ása er kappsöm í námi og skarar fram úr jafnöldrum sínum varðandi námgetu.  Hún þarf að hafa nóg af verkefnum því annars leiðist henni.  Pabbi Ásu missti vinnuna í kjölfar bankahrunsins.  Einbýlishúsið fór á uppboð, skilnaður foreldranna og fátækt er staðreynd.

Þarna eru breytingarnar gífurlegar hjá Ásu.  Hún höndlar þær ekki og vanlíðanin er mikil. Ása er  nemandi í 25 nemanda bekk. Kennari verður að vera hennar stoð og stytta. Henni líður svo illa að vanlíðan hennar bitnar á hinum nemendunum í orðum og gjörðum þar sem upplifir algjöra breytingu á öllu hennar umhverfi.  Hún fylgist með foreldrum sínum þegar þeir hringja í ættingja til að fá lánaða peninga til þess að geta keypt mat.  Hún er búin miklum hæfileikum en þarf nauðsynlega á sálfræðiaðstoð að halda vegna breytinganna á persónulegum högum sínum og eineltisins sem hún lenti í.   Hún þyrfti einstaklingsnámsáætlun vegna mikillar greindar þannig að hæfileikar hennar fái notið sín og henni leiðist ekki.  Hún er mikilli þörf fyrir athygli og umhyggju af hálfu starfsfólks skólans.  Það eru margar Ásur í skólakerfinu í dag. Börn sem eru fórnarlömb hrunsins. Þessi börn þurfa meiri tíma starfsfólks og hjálp sérfræðinga. Hvernig dettur mönnum þá í hug að fjölga ennþá meira í bekkjum? Þvílíkt þekkingarleysi á aðstæðum í skólunum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið af "gáfum" sem fæðist í heiminn í dag. Heimilin þurfa að geta umvafið þessi og reyndar öll börn.

Til að heimilin geti verndað börnin, má kreppufléttan, fyrst verðbólga og síðan verðhjöðnun, ekki ná íbúðunum af fólkinu.

Kennarar og nemendur ættu að kynna sér "KREPPUFLÉTTUNA."

Þarna inni í skólakerfinu gæti leynst aðili sem skildi fléttuna og gæti skýrt fléttuna fyrir okkur hinum.

Sýnishorn af svona snillingum er til dænis á blogginu hjá mér.

12 Year Old Girl Paints Heaven, Unbelievable! 

http://www.youtube.com/watch?v=Xzq4PHJoItUE

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 10.11.2013  Jónas Gunnlaugsson

www.herad.is

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 03:30

2 identicon

Í stað þess að tala um fjölgun eða fækkun í bekkjum ættu menn að byrja að tala um algjöra uppstokkun skólakerfisins. Skólakerfið er úrelt og samsvarar ekki þörfum nýs tíma. Grein þín gefur í skyn margvíslegar ranghugmyndir. Þú virðist til að mynda hafa sérstakar áhyggjur af því að vel gefin börn verði útundan, þegar staðreyndin er skólakerfið vanrækir öll börn. Mismunun á grunni greindar, eða sú ranghugmynd greind geri menn verðmætari en aðra, er úrelt fyrirbæri sem mun verða fordæmt líkt og mismunar á grundvelli kyns eða kynþáttar þegar fram líða stundir. En einnig er þarna sú ranghugmynd að námsárangur sé beintengdur greind. Meðalgreindir og rétt þar yfir standa sig yfirleitt best í námi. Hlutfall ofurgreindra er hlutfallslega lágt í háskólanámi, en fólk um og rétt yfir meðalgreind 100-120 stig er algengt í háskólanámi. Vegna þess meðalgreind börn eru líkari öðrum börnum standa þau oft betur að vígi félagslega og standa sig því betur í skólanum, en ofurgreindir, rétt eins og greindarskertir, verða frekar fyrir stríðni, nema þeir búi yfir nægri félagsfærni til að dulbúast í heimi sem heimtar allir séu eins. Góður námsárangur er næstum alltaf afleiðing væntinga foreldra og innrætingar sem kemur frá þeim, oftar en ekki með stuðningi við heimanám og fleira. Þetta er eina ástæða þess börn fátækra einstæðra mæðra, sem ekki hafa tíma og ráðrúm til að hjálpa þeim við námið, standa verr að vígi í náminu, alveg eins og börn innflytjenda sem ekki hafa tök á að hjálpa við heimanámið út af tungumálaörðugleikum (en meðalgreind Pólverja er til að mynda talsvert hærri en Íslendinga og þó standa pólsk börn verr að vígi í námi hér). Námsárangur og greind fara heldur alls ekki alltaf saman. Mjög greind börn eru ekki líkleg til að sinna náminu mikinn áhuga, því það samsvarar ekki þeirra þroskastigi og þau hafa því eðlilega lítinn áhuga á því, alveg eins og 10 ára barn hefur oftast ekki mjög gaman af því að leika í dúpló allan daginn. Grunnhyggin nálgun á námsefnið og yfirborðsmennska kennaranna er þar algengasta ástæðan. Ef þú skoðar félag ofurgreindra, þá kemstu að því að flest greindasta fólk heimsins sinnir láglaunastörfum. Einn greindasti maður heims keyrir til dæmis strætó. Skólakerfið er sniðið að meðalgreindum meðalmönnum og að snillingar eins og Einstein (sem var einmitt dæmdur snemma sem afspyrnulélegur námsmaður og vonlaus í stærðfræði) komist í gegnum það er undantekning. en ekki regla. Þetta er jú galli lýðræðisins, þeir "venjulegu" (miðlungsmennirnir) hafa meira vald en hinir og sníða samfélagið að sjálfum sér en taka ekki tillit til minnihlutahópa, minnimáttar né afburðarfólks. Ég hef stundað háskólanám víða og sjaldan rekist á ofurgreint fólk. Hins vegar hef ég hitt nokkra slíka einstaklinga sem enga skólagöngu höfðu að baki og gekk alls ekkert vel í lífinu. Nútímasamfélag er að verða sífellt einsleitara og því líklegt að tækninni fari aftur og uppfinningarsemi og sköpun mannsins, því þeir sem eru á einhvern hátt öðrum fremri fara sífellt meira halloka. Breytir þar engu hvort um er að ræða einstaklinga, þjóðfélagshópa, þjóðflokka, eða þjóðir. Þeir greindustu standa að mörgu leyti verst að vígi, og hafa alltaf gert það. Það getur jafnvel verið lífshættulegt að vera of greindur ef aðrir unna þér því ekki, heldur öfunda þig. Sagan af annarri heimsstyrjöldinni er gott dæmi um slíkt, en Evrópskir gyðingar mælast langgreindasti hópur jarðarinnar, og, ólíkt mörgu öðru greindu fólki, hefur heldur enginn afrekað meira í vísindum og fræðum hvers konar. Þegar börn ráðast á sér greindara barn á skólalóðinni erum við að vissu leyti að horfa upp á svipaðar kenndir og í sínu uppmagnaðasta og ljótasta formi valda þjóðarmorðum.

R (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sveinbjörg Björnsdóttir
Sveinbjörg Björnsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband