,Ég skammast mín fyrir að vera hvítur karlmaður." ,,Sigurður" 23. ára.

Nýlega ræddi ég við tvo unga karlmenn um jafnréttisbaráttuna. Allt ofbeldið, andlegt, líkamlegt og klisjur eins og karlmenn eru óþarfir var daglegt brauð á samfélagsmiðlunum. Okkur ofbauð umræðan. Gerum við okkur grein fyrir skaðsemi þessarar umræðu fyrir unga karlmenn? Er ekki komin tími til að staldra við og athuga hvort jafnréttisumræðan sé ekki farin að snúast upp í andhverfu sína. Það er deginum ljósara að það hefur hallað á karlmenn á síðustu árum, þeir eru með hærri  brottfallsprósentu, eiga erfiðara með læsið (30 prósent ólæsir), eiga hærri tölur þeirra sem eiga við hegðunarvanda að stríða og fleiri greiningar. Það er engin lausn að tala niður til þeirra stöðugt og brjóta sjálfsmynd þeirra niður. Allir sérfræðingarnir hér á landi ættu að geta greint vandann og komið með réttu lausnirnar. Auðvitað er rót að þessum vanda. Alhæfum ekki í umræðunni þannig að það brjóti niður sjálfsmynd drengjanna okkar. Fyrir 12 árum komu sérfræðingar frá Ástralíu með flottar lausnir hvernig þeim tókst að vinna í þessum vanda. Ég man alla vegana eftir að þeir bentu á nauðsyn þess að það væru fleiri karlkennarar í skólum.  Það væri mjög mikilvægt í ljósi fyrirmyndar og verkefnavals í námi. Einnig að þeim væri mætt betur tilfinningalega. Hlúum vel að báðum kynjum og gætum okkar í umræðunni að hún verði ekki of einsleit og niðurbrjótandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Sveinbjörg, fyrir mjög góða og tímabæra hugleiðingu.

Það eitt gleymdist, að karlmenn eru með hæstu sjálfsvígstíðnina.

Hjá ungum karlmönnum eru sjálfsvíg algengasta dánarorsökin ...

Sorglegt, en við erum sammála í voninni, að þetta megi lagast.

Jón Valur Jensson, 12.9.2015 kl. 23:34

2 Smámynd: Sveinbjörg Björnsdóttir

Þakka þér fyrir að benda á það. Það er rétt það hefði átt að koma með hérna. Við verðum að mæta drengjunum okkar miklu betur í uppeldinu og skólanum. Ég hef unnið sem grunnskólakennari í 7 ár og starfa nú í leikskóla.  Sem betur fer er kynjahlutfallið aðeins betra þar meðal kennaraliðsins á unglingastiginu. Ég hef mestar áhyggjur af þeim drengjum sem búa við fátækt eða önnur slæm uppeldisskilyrði og fara ekki í íþróttir, tónlist, skáta eða annað tómstundastarf. Þeir hanga margir í tölvunni tímunum saman sem rænir þá allri virkni og áhuga. Takk enn og aftur fyrir þitt innlegg.

Sveinbjörg Björnsdóttir, 12.9.2015 kl. 23:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar ábendingar hjá þér, Sveinbjörg.

Varasamar þessar tölvur þegar þær draga úr virkni og athafnasemi við að reyna sig við nýja hluti. 

Jón Valur Jensson, 13.9.2015 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sveinbjörg Björnsdóttir
Sveinbjörg Björnsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband