Nokkur orð í belg

Mig langar að leggja nokkur orð í belg. Það gengur ekki hjá forsætisráðherra að finna ekki tíma til að hitta varaforseta  Bandaríkjanna. Hér er mikil skammtímahugsun í gangi og velferð landsins ekki höfð að leiðarljósi. Að skapa svona umtal eins og nú á sér stað er ekki það sem lítið land mitt í Atlandshafi þarf á að halda. Við lifum m.a. á því að flytja ferðamenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og sem betur fer stoppa sumir hér við. Hverjum er verið að þjóna með þessari ákvörðun? Er alls ekki ánægð með þetta!


Hvort er mikilvægara mitt líf eða þitt?

Ég er landsbyggðarkona, uppalin úti á landsbyggðinni en bý í Reykjavík. Í öruggu umhverfi hvað varðar aðgengi að sjúkrahúsi sem  búið er fullkomnustu tækni sem þetta land á. Nú er ég föst úti á landi vegna slæmra veðurskilyrða, kemst ekki suður hvorki landleið né í flugi. Bíddu nú við svona dagar eru ekki oft á ári en fólkið hér úti á landsbyggðinni á von á því ef það veikist skyndilega og þarf að komast undir læknishendur sem fyrst þar sem nýta þarf alla tækni sem landið hefur völ á að komast ekki!! Halló!! Hvað er í gangi á þessu landi? Þið lokið ekki neyðarbrautinni fyrir veikum sjúklingum fyrr en annar valkostur jafngóður eða betri er kominn í staðinn! Það mætti halda að líf fólks á landsbyggðinni skipti ekki eins miklu máli. Alla vegana jöfnum möguleika allra að komast eins fljótt undir læknishendur og kostur er. Nú þarf neyðarbrautin að vera opin þangað til annað betra kemur í staðinn.

 


Unglingavinnan, hvernig er skipulagið þar?

Var vitni að því að horfa á einn flokk vinna saman í unglingavinnu í vikunni. Nokkrir unglingar unnu undir stjórn drengs sem var örlítið eldri en þeir. Á meðan þau unnu sat verkstjórinn drengurinn og skoðaði símann sinn.Gerði ekkert! Nú er ég farin að halda að þetta sé lenska í unglingavinnunni.  Hver er ábyrgð þess sem hefur umsjón með flokknum og hver á að kenna unglingunum að vinna? Hvernig virkar svona fyrirmynd? Eigum við að kenna ungdómi þessa lands gamla stjórnkerfið að það er einn sem skipar fyrir og hinir eiga að hlýða og þræla eða eigum við að efla leiðtogafræðslu? Leiðtoginn er með og saman vinnum við að markmiðinu. Það væri miklu öflugra tæki til kenna ungmennum að vinna að mínu mati.


,,Það sést snemma á grunnskólagöngu hverjir munu komast í kast við lögin."

Þessi orð hafa ekki farið úr huga mér síðan ég heyrði þau. Reynslumikill kennari lét þau falla í samræðum okkar. Hvers vegna látum við svona gerast í okkar samfélagi? Af hverju hjálpum við ekki öllum sem standa illa að vígi í skólakerfinu? Að spara í slíka aðstoð er hneisa. Við eigum að treysta skólastjórnendum til að gera áætlanir varðandi þær peningaupphæðir sem þarf til að aðstoða þau börn sem þurfa á aðstoð að halda. Við getum vel gert það og skorið annað niður. Pössum sérstaklega upp á öll börn sem þurfa aðstoð og gætum þess að sú aðstoð sé uppbyggileg og fagleg. Kannski að við ættum að fá Kára til að safna fyrir þessu?


,Ég skammast mín fyrir að vera hvítur karlmaður." ,,Sigurður" 23. ára.

Nýlega ræddi ég við tvo unga karlmenn um jafnréttisbaráttuna. Allt ofbeldið, andlegt, líkamlegt og klisjur eins og karlmenn eru óþarfir var daglegt brauð á samfélagsmiðlunum. Okkur ofbauð umræðan. Gerum við okkur grein fyrir skaðsemi þessarar umræðu fyrir unga karlmenn? Er ekki komin tími til að staldra við og athuga hvort jafnréttisumræðan sé ekki farin að snúast upp í andhverfu sína. Það er deginum ljósara að það hefur hallað á karlmenn á síðustu árum, þeir eru með hærri  brottfallsprósentu, eiga erfiðara með læsið (30 prósent ólæsir), eiga hærri tölur þeirra sem eiga við hegðunarvanda að stríða og fleiri greiningar. Það er engin lausn að tala niður til þeirra stöðugt og brjóta sjálfsmynd þeirra niður. Allir sérfræðingarnir hér á landi ættu að geta greint vandann og komið með réttu lausnirnar. Auðvitað er rót að þessum vanda. Alhæfum ekki í umræðunni þannig að það brjóti niður sjálfsmynd drengjanna okkar. Fyrir 12 árum komu sérfræðingar frá Ástralíu með flottar lausnir hvernig þeim tókst að vinna í þessum vanda. Ég man alla vegana eftir að þeir bentu á nauðsyn þess að það væru fleiri karlkennarar í skólum.  Það væri mjög mikilvægt í ljósi fyrirmyndar og verkefnavals í námi. Einnig að þeim væri mætt betur tilfinningalega. Hlúum vel að báðum kynjum og gætum okkar í umræðunni að hún verði ekki of einsleit og niðurbrjótandi.


Bylgjan fær föstudagshrósið

Á leið í vinnu hlusta ég á Í bítið, á leið heim hlusta ég á Rvk síðdegis. Þessir þættir eru það áhugaverðir að ég hætti ekki á að skipta um stöð af ótta við af missa af einhverju.  Það er list að halda hlustendum við efnið. Þáttagerðarmennirnir í þessum þáttum ná að halda okkur áhugasömum, hafa sífelldan ferskleika á boðstólum og eru vakandi fyrir öllu sem gerist á liðandi stundu. Þið eigið hrós skilið fyrir frábæra þætti og málefnalega umræðu.  Öll sjónarmið fá að komast að og síðast en ekki síst er virðing fyrir fólki sem skiptir gífurlegu máli.

Kærar þakkir fyrir mun hlusta á ykkur aftur eftir sumarfríið og hlakka til.


Rokkmessa - Ný vonarstjarna breytinga innan kirkjunnar til að ná til yngri kynslóða

Sl. sunnudagskvöld óx von mín á eflingu trúarinnar og útbreiðslu hennar á landinu okkar. Ég mætti í rokkmessu Ástjarnarkirkju sem haldin var í Víðistaðakirkju. Ég er mjög íhaldssöm í trúnni hef mætt á samkomur og lækkað meðalaldurinn þar í mörg ár. En ég hef haft áhyggjur af þróuninni innan kirkjunnar og trúarsamfélagsins míns. Ég  tel að gamla formið á messunni nái ekki til yngri kynslóðarinnar. Er reyndar ekki ein um það. Faðir minn Björn G. Jónsson bóndi sem var sóknarnefndarformaður Húsavíkurkirkju í mörg ár lýsti áhyggjum sínum á þessu á prenti fyrir u.þ.b. 18 árum. Læt hann hafa orðið þegar hann tók að sér að vera meðhjálpari með prest nýkominn eftir sérmenntun einn sunnudag: .. ...ég bjóst við mörgum í kirkju og bjó mig í mín bestu spariföt og ætlaði að taka á móti langþráðum sóknarbörnum en þau létu á sér standa... um síðir komu tvær konur. Ég hljóp til og hjálpaði þeim. Þær ætluðu varla að komast upp tröppurnar sakir hrörleika. Kirkjugestirnir urðu ekki fleiri.“   Þetta var og er alvarleg staða víða hjá kirkjunni.   Von kviknaði í brjósti mínu um síðustu helgi. Fjölskyldan mín mætti  öll  í Víðistaðakirkju í rokkmessu Ástjarnarkirkju. Það hafði ekki gerst lengi. Fólk hópaðist í kirkju og vantaði á endanum stóla til að mæta þörfinni. Ungir og aldnir saman. Við nutum kvöldsins öll, hlustuðum á yndislegan texta, með sterkum trúarboðskap. Falleg lög frægra hljómsveita voru notuð til að koma þessum textum til okkar.  Unga fólkið hlustaði. Þakklæti altók huga minn. Þakklæti fyrir að eiga svo frábæra presta og hljómlistarmenn sem taka svona verkefni alvarlega og koma vönduðum tónlistaratriðum með sterkum trúarboðskap út til yngri kynslóðarinnar og auðvitað okkar allra.

Guð blessi starf ykkar áfram með kæru þakklæti fyrir mig og fjölskyldu mína.


Allir út! Er verið að brenna einhvers staðar?

Við gætum haldið að svo væri.  En þetta er víst raunveruleikinn í grunnskólanum í dag. Var að ræða við kennaranema sem var í vettvangsnámi í vetur.  Kennarinn notaði  þetta ráð þegar nemandi með mótþróaþrjóskuröskun tók eitt kastið.  Sendi alla nemendur út á gang á meðan nemandinn henti borðum og fékk sína útrás.  Hvernig væri að hætta að tala um lélega kennara og fara að líta á þær aðstæður sem kennurum er boðið upp á þegar þeir ljúka sínu námi. Í annan eins kálfskjaft hef ég aldrei komið á ævi minni. Setjum allt upp á borðið þegar menntamálaráðherra heimsækir landið og kynnir sínar tillögur. Skóli án aðgreiningar var settur á með pennastriki án þess að til þess kæmu peningar í aðstoð við erfið tilfelli. Þetta hefur ekki breyst enn og launahækkanir laga ekki þennan innbyrðis vanda sem þarna er við að glíma. Koma svo, hlustum á þá sem vinna á gólfinu!


Unglingavinnan ætti að vera gott tæki til að kenna unglingum að vinna. Er hún það?

Var vitni að því að horfa á einn flokk vinna saman í unglingavinnu í vikunni. Nokkrir unglingar unnu undir stjórn drengs sem var örlítið eldri en þeir. Á meðan þau unnu sat verkstjórinn drengurinn og skoðaði símann sinn.Gerði ekkert! Nú er ég farin að halda að þetta sé lenska í unglingavinnunni.  Hver er ábyrgð þess sem hefur umsjón með flokknum og hver á að kenna unglingunum að vinna? Hvernig virkar svona fyrirmynd? Eigum við að kenna ungdómi þessa lands gamla stjórnkerfið að það sé einn sem skipar fyrir og hinir eiga að þræla eða eigum við að efla leiðtogafræðalu. Leiðtoginn er með og saman vinnum við að markmiðinu. Það væri miklu öflugra í að efla og kenna ungmennum að vinna að mínu mati.


World Class - ,,það er svo góður andi þar"

Í World Class hlýtur að vera starfsmannastefna sem er að virka. Það vill svo til að ég þekki á annan tug ungmenna sem vinna eða hafa unnið í World Class. Ég hef tekið eftir hversu glatt þetta unga fólk er í vinnunni sinni, því leiðist aldrei að mæta í vinnu og ber mikla virðingu fyrir starfinu. Aldrei heyrir maður þessi ungmenni tala öðruvísi en af virðingu um vinnustaðinn sinn.  Í vinnunni er vinátta, jákvæðni og hjálpsemi  greinilega gildi sem unnið er að. Fyrsta atvinnureynslan okkar er mjög mikilvæg og það getur skipt sköpum að sú reynsla sé góð.  Atvinna sem styður unga fólkið, styrkir sjálfsmynd þeirra og hjálpar þeim  mynda tengsl og öðlast trú á getu sína er það sem keppa ber að. Eins og einn ungur starfsmaður sagði: ,,Það er svo góður andi þarna, yfirmennirnir eru svo góðir". World Class er greinilega með'etta. Með starfsmannastefnu sem gæti verið öðrum fyrirmynd. Til hamingju með svona frábæra starfsmannastefnu!


Næsta síða »

Um bloggið

Sveinbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sveinbjörg Björnsdóttir
Sveinbjörg Björnsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband